Instructions
Apple tæki (AppleTV/iPhone/iPad) með iTunes inneign- ekki hægt lengur (Okt 2024)- Öll tæki með Hulu inneignarkóða
-
Innleysa Hulu inneignarkort
- Opnaðu vefsíðuna www.hulu.com og sjáðu til þess að þú sért ekki innskráð(ur); ef nafn þitt birtist efst uppi til hægri þarftu að velja "Log out" úr lista sem dettur niður þegar þú lætur músarbendilinn yfir nafnið.
- Opnaðu nú vefsíðuna www.hulu.com/gift.
- Sláðu inn Hulu inneignarkóðann og smelltu á Redeem. Ef villan "HBL-22 Redemption Service Unavailable" kemur upp þá vinsamlegast skiptið yfir í snjallsíma sem er tengdur á farsímaneti (ekki wi-fi) og reynið aftur með þessum sömu leiðbeiningum.
- Nú birtist valkostur hvort þú vilt taka grunnáskrift með eða án auglýsinga.
- Nú birtist form sem þú skalt fylla út. Ef skilaboð birtist eftir að þú hefur slegið inn netfangið þitt um að þú eigir aðgang núþegar, þá smelltu á "log in" hluta þess texta til að innskrá þig. Ef þetta kemur ekki upp skaltu klára að fylla út formið og þar með nýskrá þig á Hulu.
- Ef beðið er um póstnúmer (bandarískt zip code) er best að slá inn 10020.
- Njóttu!